Þriðjudagur

Já, í dag gerðum við margt og mikið, við til dæmis erum búnir að setja inn myndirnar á word-skjal og ætlum annaðhvort að skrifa stuttar lýsingar við hverja mynd eða að flokka myndirnar í ákveðna "hópa", en við ræðum það saman á morgunn - semsagt planið er að setja myndirnar inná word-skjal, skrifa eitthvað létt um myndirnar og prenta þær út á frekar fínann pappír svo hægt er að skoða myndirnar í fínum gæðum.

 

P.S, erum ekki en þá búnir að finna út hvernig við eigum breyta titlinum á síðunni, það á semsagt að standa Eyþór og Árni. :(


Dagur 2

Í dag tókum við strætó niður í bæ til þess að taka myndir af veggskreytingum á helstu stöðum bæjarinns, til dæmis í kringum loftkastalann, á kassagerðinni og úti á Granda. Það var svaka mikið fjör, jei jei. Síðan tókum við strætó aftur í hverfið og skelltum okkur í fótbolta og ýhuguðum aðeins hvernig við ætluðum að setja upp "bókina", og hvert við ætlum að fara á morgunn að taka fleiri myndir. 


Fyrsti dagur!

Inná þessari Blogg-síðu getur þú lesið flest allt um lokaverkefnið okkar. Við ætlum að búa til bók sem mun innihalda ýmis fróðleik um graffiti á Íslandi, til dæmis myndir og lýsingar á þeim.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband